Mason Mount hefur verið meira og minna meiddur frá því að hann gekk í raðir Manchester United síðasta sumar frá Chelsea.
United borgaði 55 milljónir punda fyrir Mount sem hafði verið mikið meiddur hjá Chelsea og átti bara ár eftir af samningi sínum.
Manchester Evening News fjallar um Mount í dag sem er mættur til æfinga í dag eftir langþráð meiðsli, hann hefur aðeins byrjað sjö leiki frá því að hann kom síðasta sumar.
Blaðið segir að forráðamenn United horfi enn á kaupin á Mount sem góð viðskipti og telja þeir að félagið hafi greitt sanngjarnt verð, líkleg hefði Mount átt að kosta 10 milljónum punda meira.
Þannig segir blaðið að Mikel Arteta hafi lagt alla áherslu á að fá Mount síðasta sumar og að hann hafi talið á einum tímapunkti að allt hafi verið klárt.
Mount var einnig á óskalista Liverpool og átti hann samtal við Jurgen Klopp fyrir rúmu ári síðan.
Blaðið hefur enn trú á því að Mount hafi reynst góð kaup og vonar félagið að hann geti haldið heilsu út tímabilið til að finna taktinn og að á næstu leiktíð verði hann í mjög stóru hlutverki.