Manchester United goðsögnin og sparkspekingurinn Gary Neville var ekki hrifinn af kaupum Liverpool í sumar og lét það í ljós. Ummæli hans eldast ekki sérlega vel.
Ummæli hans eru rifjuð upp í enskum miðlum í aðdraganda stórleiks United og Liverpool í 8-liða úrslitum enska bikarsins á sunnudag.
Í sumarglugganum sótti Klopp Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai, Wataru Endo og Ryan Gravenberch á miðsvæði sitt en Neville var ekki hrifinn.
„Þegar þú skoðar þessa leikmenn og berð til dæmis saman við Fernandes, Mount, Casemiro og Eriksen hjá United, þá held ég að Klopp myndi skipta út sinni miðju fyrir þessa leikmenn,“ sagði Neville í sumar.
Svo fór að United hefur spilað langt undir væntingum á tímabilinu og er í sjötta sæti, 17 stigum á eftir Liverpool. Það er ósennilegt að Klopp myndi skipta miðju sinni út fyrir ofantalda leikmenn Rauðu djöflanna.