Barcelona er talið hafa áhuga á Luis Diaz, leikmanni Liverpool, en það verður alls ekki ódýrt að fá hann.
Diaz gekk í raðir Liverpool í janúar 2022 frá Porto. Kostaði hann á þeim tíma 37 milljónir punda.
Síðan hefur Kólumbíumaðurinn skorað 22 mörk í 85 leikjum í öllum keppnum.
Sem fyrr segir er áhugi á Diaz annars staðar frá og er þar Barcelona aðallega nefnt til sögunnar.
Samkvæmt fjölmiðlum í heimalandi Diaz hefur umboðsmaður hans hins vegar tjáð Börsungum að það muni kosti 120-140 milljónir evra að fá kappann í sumar.
Það gæti reynst ómögulegt fyrir Katalóníufélagið að ganga að þessum verðmiða vegna fjárhagserfiðleika þess.