Barcelona er ekki á eftir Mason Greenwood þrátt fyrir orðróma um annað. Stjörnublaðamaðurinn Fabrizio Romano segir frá þessu.
Englendingurinn ungi er á láni hjá Getafe frá Manchester United og hefur hann staðið sig ansi vel á Spáni. Talað hefur verið um að það hafi vakið áhuga stærri liða og Börsungar einna helst nefndir til sögunnar.
Romano segir hins vegar ekkert til í því að félagið sé að reyna að fá Greenwood.
Greenwood er samningsbundinn United út næsta tímabil en á líklega enga framtíð hjá félaginu vegna mála hans utan vallar. Enska félagið mun skoða kauptilboð í hann í sumar.
Englendingurinn ungi var handtekinn snemma árs 2022 og grunaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi. Eftir rúmt ár í rannsókn var málið látið niður falla.
🚨🔵🔴 Barcelona are currently not working on Mason Greenwood deal despite recent links.
Manchester United are open to selling Mason and find solution in the summer as reported earlier this week but Barça focus is now on different targets. pic.twitter.com/5SbFIfo9Oi
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 12, 2024