fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Ótrúlegt klúður í pappírsvinnu varð til þess að hann þarf nú að mæta fyrir rétt

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. mars 2024 19:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matheus Cunha, sóknarmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni, þarf að mæta fyrir rétt á næstunni vegna þess sem talið er klúður í pappírsvinnu í kjölfar hraðaksturs hans í London. Evening Standard segir frá.

Mercedes-bifreið sem Cunha var með á langtímaleigu var í júlí í fyrra tekin á myndavél um 47 kílómetra (29 mílna) hraða þar sem aðeins mátti vera á um 32 kílómetra (20 mílna) hraða.

Cunha er sakaður um að hafa ekki svarað bréfum lögreglu vegna þessa í fjóra mánuði og þarf nú að mæta fyrir rétt þann 5. apríl næstkomandi vegna málsins. Þar þarf hann að veita nánari upplýsingar um málið.

Samkvæmt upplýsingum Evening Standard fékk fyrirtækið sem leigði Cunha bílinn fyrst bréf frá lögreglu vegna hraðakstursins og veitti það nafn Cunha, sem fékk þá bréf sent heim til sín.

Þar fékk Brasilíumaðurinn fjögurra vikna frest til að svara og svo meira að segja viku til viðbótar. Hann svaraði ekki.

Cunha sagðist í janúar á þessu ári vera saklaus í þessu máli og að hann hafi þegar veitt upplýsingar um hver hafi verið að keyra bifreiðina þegar hún náðist á myndavél.

Segir hann að starfsmaður Wolves geti borið vitni í máli hans þar sem hún hafi borðið ábyrgð á því að láta vita hver hafi verið að keyra bílinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Í gær

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Í gær

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja