Alex Freyr Elísson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Félagið staðfestir þetta í dag.
433.is greindi fyrst allra frá því í gær að Alex væri að snúa aftur heim eftir ár hjá Breiðablik.
Hægri bakvörðurinn var seldur frá Fram til Breiðabliks fyrir síðustu leiktíð en fann ekki taktinn í Kópavogi undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar.
Alex var lánaður til KA um mitt síðasta tímabil en meiddist þar og missti af lokum tímabilsins.
Alex er uppalinn í Fram og var einn besti bakvörður Bestu deildarinnar sumarið 2022 með liðinu. Alex er fæddur árið 1997 og snýr nú aftur heim og mun spila undir stjórn Rúnars Kristinssonar.