Jadon Sancho er loksins búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Borussia Dortmund eftir að hafa snúið aftur til félagsins.
Sancho gerði lánssamning við Dortmund í janúar en hann er samningsbundinn Manchester United.
Það tók Sancho níu leiki að skora fyrir Dortmund en hann spilaði með liðinu frá 2017 til 2020 við góðan orðstír.
Sancho er 23 ára gamall en útlit er fyrir að hann eigi enga framtíð fyrir sér á Old Trafford og gæti vel farið í sumar.
Hingað til hefur Sancho lagt upp eitt mark fyrir Dortmund í níu leikjum og nú skorað eitt stykki.