Það eru góðar líkur á því að Harry Kane muni snúa aftur til Englands áður en hann lýkur sínum knattspyrnuferli.
Þetta segir fyrrum miðjumaðurinn Kevin Nolan sem gerði garðinn frægan með liðum eins og Bolton og West Ham.
Kane spilar með Bayern Munchen í dag en hann var seldur þangað frá Tottenham síðasta sumar.
Nolan telur að það séu góðar líkur á að Kane snúi aftur til Englands en myndi þá ganga í raðir Manchester United.
,,Ég sé hann klárlega fyrir mér í ensku úrvalsdeildinni á ný. Ég er þó viss um að Tottenham hefði aldrei selt hann til Manchester United,“ sagði Nolan.
,,Hann fór til Bayern Munchen sem gerir það auðveldara að fara afture til Englands og ég held að United verði áfangastaðurinn.“
,,Bayern mun vilja peningana til baka og auðvitað er hann þess virði. Hann skoraði yfir 20 mörk á hverju tímabili fyrir Tottenham.“