Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, hefur valið þrjá bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar til þessa.
Einn leikmaður Liverpool kemst á þennan ágæta lista en það er varnarmaðurinn öflugi Virgil van Dijk.
Ásamt honum þá er Declan Rice, miðjumaður Arsenal, á listanum sem og sóknarmaðurinn Phil Foden hjá Manchester City.
Athygli vekur að Erling Haaland fær ekkert pláss hjá Carragher en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 18 mörk.
Van Dijk, Foden og Rice hafa allir spilað virkilega vel í vetur en sá síðastnefndi samdi við Arsenal í sumar frá West Ham.
Carragher telur að einn af þessum leikmönnum verði valinn bestur á tímabilinu í sumar en lokabaráttan á Englandi á eftir að vera gríðarlega spennandi.