Manchester United 2 – 0 Everton
1-0 Bruno Fernandes(’12, víti)
2-0 Marcus Rashford(’13, víti)
Manchester United vann sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Everton í fyrstu viðureign dagsins.
Alejandro Garnacho var í raun hetja heimamanna en hann fiskaði tvær vítaspyrnur sem skiluðu sigri.
Bruno Fernandes skoraði úr fyrri spyrnunni og gerði Marcus Rashford það sama úr þeirri seinni.
Everton fékk sín færi í þessum leik og átti 23 skot að marki heimamanna en mistókst að koma knettinum í netið.
Færi Everton voru í raun engin dauðafæri en liðið ógnaði marki þeirra rauðklæddu í seinni hálfleik en án árangurs.
Stigin gera mikið fyrir United sem er nú aðeins þremur stigum frá Tottenham sem situr í fimmta sæti deildarinnar.