Kjartan Henry Finnbogason var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Á dögunum fóru af stað orðrómar um að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson væri á leið heim í Þór. Hann sagði hins vegar að Akureyringar þyrftu að bíða aðeins lengur eftir sér.
„Það er ekkert launungarmál að hann mun koma heim og spila fyrir Þór. Hann tók fundinn með Sigga Höskulds á sínum tíma. Hann vildi koma heim og að það yrði alvöru þjálfari. Ég held að það verði mögulega um mitt mót í sumar en annars bara næsta vetur,“ sagði Hrafnkell.
Kjartan er spenntur fyrir því að fá Aron heim í íslenska boltann.
„Nú er spurning hvað Þórsararnir gera, hvort þeir geti gert þessa endurkomu enn þá stærri fyrir deildina.“
Umræðan í heild er hér að neðan.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar