Luis Suarez, leikmaður Inter Miami, hugsar enn hlýtt til Liverpool eftir tíma sinn þar og hann fagnaði sigri liðsins gegn Nottingham Forest um helgina.
Liverpool er í hörku toppbaráttu við Arsenal og Manchester City. Um helgina vann liðið 0-1 sigur á Forest þar sem Darwin Nunez skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma.
Nunez og Suarez koma báðir frá Úrúgvæ og eftir 5-0 sigur Inter Miami á Orlando City var sá síðarnefndi spurður út í sigurmark Nunez um helgina.
„Ég sá markið og ég var svo ánægður fyrir hönd Darwin og Liverpool,“ sagði Suarez.
Þá hlóð hann landa sinn lofi, en Nunez er á sínu öðru tímabili hjá Liverpool.
„Hann er einn besti framherji heims í dag,“ sagði Suarez enn fremur.