Á miðvikudag verður mánuður í það að Besta deild karla fari af stað, flest lið eru á leið í æfingaferð núna. Leikmannahópar liðanna eru margir klárir en þó eru flest liðin að reyna að bæta við sig.
Tvö efstu liðin frá því í fyrra hafa ekki lokað hópnum sínum og er talið líklegt að bæði Víkingur og Valur bæt við sig leikmönnum.
Stjarnan og Breiðablik eru einnig með augun opin og sama staða er hjá KR og FH sem vilja bæt í hópinn sinn.
Við skoðum hvar liðin í Bestu deild karla þurfa að styrkja sig.
Víkingur
Það er talið líklegt að Víkingar styrki sig um hið minnsta einn leikmann áður en tímabilið fer af stað, líklegast skannar Kári Árnason nú markaðinn í leit að vinstri bakverði. Logi Tómasson lék stórt hlutverk í öllu uppspili Víkings í fyrra og liðinu virðist vanta mann sem gæti fyllt það skarð. Liðið hefur missti Birni Snæ Ingason en er með marga frambærilega kantmenn, þeir eru þó öðruvísi en Birnir og gæti leikstílinn aðeins breyst.
Valur
Valur er búið að missa púsl af miðsvæði sínu og þarf að fylla í þau sem fyrst, líklegt verður að teljast að Valur fái tvo miðjumenn áður en mótið fer af stað. Haukur Páll Sigurðsson er hættur og fyrir helgi var Birkir Heimsson seldur til Þórs. Nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er í umræðunni og gæti hreinlega orðið að veruleika.
Stjarnan:
Hafa misst mikið í Eggerti Aroni Guðmundssyni og Ísaki Andra Sigurgeirssyni sem fór um mitt síðasta sumar. Það er hins vegar nokkuð til að kantmönnum en liðinu vantar miðvörð sem gæti styrkt byrjunarliðið.
Breiðablik:
Hafa misst tvo bestu miðjumennina sína frá síðustu leiktíð í Antoni Loga Lúðvíkssyni og Gísla Eyjólfssyni, hefðu gott af einum miðjumanni og svo eru Blikar með augun opinn fyrir öflugum miðverði sé hann á lausu. Fengu Benjamin Stokke í gær sem ætti að skora mörk fyrir liðið.
FH:
Liðinu vantar öflugan markaskorara og hafa leitað, Sigurður Bjartur Hallsson er að koma frá KR en hann hefur ekki beint raðað inn mörkum í efstu deild. Verð með Úlf Ágúst Björnsson frá því í byrjun maí og út júlí en það vantar öflugan mann með honum. Hafa einnig augun opin fyrir öflugum miðverði.
KR:
Báðir bakverðir liðsins hafa horfið á braut og þá vantar liðinu miðvörð. Ekki er ólíklegt að KR sæki 3-4 leikmenn áður en mótið byrjar og þá sérstaklega í varnarlínuna.
KA:
Eru ekki með jafn þéttan hóp og í fyrra, vantar styrkingar í fremstu víglínu þar sem liðið er þunnskipað núna.
Fylkir:
Hafa styrkt sig hægt og rólega í vetur en hefðu gott af því að fá inn leikmenn sem yrðu algjörir lykilmenn og gætu dregið vagninn. Hafa misst sterka pósta og það verður púsl að koma liðinu saman.
HK:
Ekkert liðið hefur misst meira en HK fyrir þetta tímabil, fjórir lykilmenn eru farnir og aðeins Þorstein Aron Antonsson hefur komið á láni frá Val. Hefðu gott af því að fá 4-6 leikmenn til að geta bætt árangur sinn í sumar.
Fram:
Liðið hefur styrkt sig nokkuð í vetur en vantar meira til að stíga skrefið sem Rúnar Kristinsson vill taka, vantar sérstaklega nýja ógn fram á við.
ÍA:
Hafa fengið fjóra leikmenn sem ættu að styrkja byrjunarliðið, munu svo líklega sækja einn til tvo í viðbót og þar best hæst Rúnar Má Sigurjónsson. Hefðu líklega gott af því að fá inn öflugan markvörð.
Vestri:
Eru að sækja markvörð og hafa náð að halda í kjarnann sem kom þeim upp. Eru komnir með Andra Rúnar Bjarnason sem þarf að skora slatta í sumar, hefðu mögulega gott af einum afgerandi miðjumanni.