fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Ekki viss um að Alonso henti Liverpool í dag – ,,Veit ekki með það“

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. mars 2024 20:00

Xabi Alonso hefur gert magnaða hluti með Bayer Leverkusen í vetur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er í raun eitt nafn sem er mest orðað við þjálfarastarfið hjá Liverpool en það er Spánverjinn Xabi Alonso sem starfar fyrir Bayer Leverkusen í dag.

Alonso er fyrrum leikmaður Liverpool og hefur gert stórkostlega hluti með Leverkusen í vetur – liðið er í toppsætinu í Þýskalandi og er með níu fingur á titlinum.

Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, varar félagið þó við því að ráða Alonso en hann býr ekki yfir mikilli reynslu í bransanum.

Það yrði allt annað starf að taka við af Jurgen Klopp í sumar en að reyna fyrir sér hjá þýska félaginu.

,,Hann er stórt nafn í bransanum, hann er mikill atvinnumaður og klár strákur. Hann hefur gert vel og ég skil af hverju hann er orðaður við Liverpool,“ sagði Benitez.

,,Það er ekki auðvelt að heimsækja nýtt land og ná árangri og hann hefur gert svo vel. Hann er með hæfileikana í að verða frábær þjálfari og ef hann er með góða leikmenn innanborðs mun hann gera það.“

,,Getur hann gert þetta í fimm eða tíu ár? Ég veit ekki með það. Hann gæti tekið við hvaða stórliði sem er í dag og þeir myndu búast við titlinum. Ef þú hafnar í öðru sæti þá er það mögulega fínt tímabil en margir munu segja að honum hafi mistekist verkefnið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“