„Félagið hefur farið niður á við þegar kemur að gildum, en við erum að mæta aftur,“ segir Erik ten Hag, stjóri Manchester United um stöðu mála hjá félaginu.
Ten Hag segir að Sir Jim Ratcliffe muni koma með gömlu og góðu gildin inn í félagið til að fara upp á við.
Ten Hag er á sínu öðru tímabili hjá United en honum hefur ekki tekist að bæta miklu við félagið.
„Ég hef séð hvernig INEOS ætlar að gera hlutina og þeir vilja gera allt eins og best verður á kosið.“
„Við vitum þegar spilamennskan er ekki nógu góð og við þurfum að horfast í augu við það, að ræða sannleikann og gera hlutina rétt.“
„Við verðum að gefa stuðningsmönnum okkar orkuna.“