Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur tjáð sig um vængmanninn umdeilda, Antony, sem kom til félagsins frá Ajax.
Ten Hag og Antony unnu saman hjá Ajax og héldu svo til United þar sem Brassinn hefur lítið sýnt gæðalega.
Hollendingurinn hefur þó enn trú á sínum manni og er viss um að hann muni svara fyrir sig á vellinum.
,,Hann þarf að sanna sig og það er eitthvað sem hann mun gera, hann er með mikla hæfileika,“ sagði Ten Hag.
,,Hann hefur ekki beint sýnt það undanfarið en ég veit hversu gæðamikill hann er og þetta snýst um að sanna það fyrir öðrum.“
,,Hann mun örugglega fá sín tækifæri en það er ákveðin samkeppni í liðinu.“