Stuðningsmenn Arsenal eru spenntir eftir það sem yfirmaður knattspyrnumála félagsins sagði eftir leik við Newcastle í gær.
Um er að ræða Edu Gaspar sem vinnur í leikmannamálum félagsins og er einnig fyrrum leikmaður liðsins.
Edu staðfestir það að Arsenal sé byrjað að skoða leikmenn fyrir næsta tímabil og að leikmenn verði keyptir í sumar.
Góðar líkur eru á að þónokkrir leikmenn verði einnig seldir frá félaginu en Arsenal er með sterkan hóp en mögulega vantar aðeins upp á breiddina.
,,Það er mikið sem við þurfum að vinna í en auðvitað erum við byrjaðir að undirbúa okkur fyrir sumarið þegar kemur að leikmannakaupum,“ sagði Edu.
,,Það er mikið í gangi þessa stundina og við werum að njóta hvers augnabliks.“