Wayne Rooney, goðsögn Manchester United, hefur sagt frá ansi skemmtilegri sögu af atviki sem átti sér stað fyrir mörgum árum.
Rooney var þá nýgenginn í raðir United frá Everton og ákvað að stríða fyrirliða liðsins, Roy Keane.
Keane tók alls ekki vel í þennan prakkaraskap en hann var og er þekktur fyrir að vera ansi harður í horn að taka.
Keane fór svo langt að hringja í öryggisgæslu hótelsins í leit að fjarstýringunni en óvíst er hvort hún hafi fundist á endanum.
,,Hann var að horfa á ruðning – við vorum að heimsækja Newcastle og hann þurfti að yfirgefa herbergið til að ná í kvöldmat. Ég held að þetta hafi verið minn annar eða þriðji leikur,“ sagði Rooney.
,,Hann fór og ég skipti um rás yfir í X Factor og faldi fjarstýringuna. Hann varð bálreiður er hann kom aftur inn.“
,,Það næsta sem gerist er að hann tekur sjónvarpið úr sambandi! Ég hef ekki hugmynd um hvort hann viti af þessu en um miðnætti kemur öryggisgæslan og bankar á dyrnar hjá mér. Þeir biðja um fjarstýringuna. Ég sagðist ekki hafa hugmynd um hvar hún væri!“