fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Saklaus hrekkur varð að óvæntu vandamáli: Öryggisverðir bönkuðu á dyrnar á miðnætti – ,,Hann varð bálreiður“

433
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 19:30

Wayne og Kai á rúntinum. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, goðsögn Manchester United, hefur sagt frá ansi skemmtilegri sögu af atviki sem átti sér stað fyrir mörgum árum.

Rooney var þá nýgenginn í raðir United frá Everton og ákvað að stríða fyrirliða liðsins, Roy Keane.

Keane tók alls ekki vel í þennan prakkaraskap en hann var og er þekktur fyrir að vera ansi harður í horn að taka.

Keane fór svo langt að hringja í öryggisgæslu hótelsins í leit að fjarstýringunni en óvíst er hvort hún hafi fundist á endanum.

,,Hann var að horfa á ruðning – við vorum að heimsækja Newcastle og hann þurfti að yfirgefa herbergið til að ná í kvöldmat. Ég held að þetta hafi verið minn annar eða þriðji leikur,“ sagði Rooney.

,,Hann fór og ég skipti um rás yfir í X Factor og faldi fjarstýringuna. Hann varð bálreiður er hann kom aftur inn.“

,,Það næsta sem gerist er að hann tekur sjónvarpið úr sambandi! Ég hef ekki hugmynd um hvort hann viti af þessu en um miðnætti kemur öryggisgæslan og bankar á dyrnar hjá mér. Þeir biðja um fjarstýringuna. Ég sagðist ekki hafa hugmynd um hvar hún væri!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 3 dögum

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann
433Sport
Fyrir 3 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“