Harry Kane er enn að gera sitt fyrir lið Bayern Munchen sem reynir að berjast um toppsætið í þýska boltanum.
Kane skoraði tvö mörk í gær er Bayern vann lið RB Lepzig 2-1 og er nú með 27 mörk í deildinni í vetur.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var mættur á völlinn og sá ástæðu til að brosa eftir seinna mark Kane.
Kane tryggði Bayern sigur á 91. mínútu í 2-1 sigri og er lang markahæsti leikmaður deildarinnar.
Hér má sjá viðbrögð Southgate við markinu.
England coach Gareth Southgate is happy to see Harry Kane scoring! pic.twitter.com/UABowOOPnJ
— Bayern & Football (@MunichFanpage) February 24, 2024