Það eru heilar 99 prósent líkur á því að Kyliban Mbappe skrifi undir hjá spænska stórliðinu Real Madrid í sumar.
Þetta segir Javier Tebas, forseti spænska knattspyrnusambandsins, en Mbappe er á förum frá Paris Saint-Germain í sumar.
Tebas er sannfærður um að Mbappe muni enda á Spáni og styrkir þar lið Real gríðarlega mikið með sinni komu.
,,Vitandi það að hann sé á förum frá PSG þá eru 99 prósent líkur á að Mbappe skrifi undir hjá Real Madrid,“ sagði Tebas.
,,Ég veit ekki hvort hann sé búinn að gera samning en þetta eru frábærar fregnir fyrir Madrid og spænskan fótbolta.“
,,Við erum að tala um einn besta leikmann heims.“