Mason Greenwood vonast til að spila annað tímabil með spænska félaginu Getafe að sögn forseta félagsins, Angel Torres.
Það er óvíst hvað verður um Greenwood í sumar en hann er samningsbundinn Manchester United.
Englendingurinn hefur staðið sig vel með Getafe í vetur og var um tíma einn efnilegasti ef ekki efnilegasti leikmaður United.
,,Hann er mjög skýr í sínu máli, honum líður gríðarlega vel hérna og er meira en til í að vera hér í annað ár,“ sagði Torres.
,,Staðan er þó sú að Manchester United þarf að taka ákvörðun – þeir voru að eignast nýja eigendur og þetta er í þeirra höndum.“
,,Hann er með möguleika á Spáni, Barcelona hefur efni á honum. Leikstíll Barcelona myndi henta honum vel en þetta veltur allt á Manchester United. Ef eitthvað á sér stað þá lætur hann mig vita.“