Davíð Kristján Ólafsson er orðinn leikmaður Cracovia í Póllandi en þetta varð staðfest í dag.
Um er að ræða 28 ára gamlan íslenskan landsliðamnn sem hefur spilað 15 leiki fyrir Ísland.
Davíð kemur til félagsins frá Kalmar í Svíþjóð þar sem hann lék undanfarin tvö ´ðar.
Davíð er vinstri bakvörður en Cracovia spilar í efstu deild Póllands og hefur orðið meistari fimm sinnum.
Eins og er þá er liðið í níunda sæti efstu deildar.