Fernanda Colombo er ekki nafn sem allir kannast við en hún er dómari og kemur frá Brasilíu.
Colombo hefur gert fína hluti í heimalandinu og dæmdi góðgerðarleik á sínum tíma sem vakti athygli.
Hún þykir vera gríðarlega falleg en tæplega tvær milljónir manns fylgja henni á samskiptamiðlinum Instagram.
Colombo fékk hins vegar ansi ógnvekjandi skilaboð eftir góðgerðarleikinn þar sem henni var boðið að selja sig fyrir pening.
Colombo tjáði sig um þennan tölvupóst á Instagram síðu sinni og var að vonum gríðarlega ósátt við þetta boð.
,,Ég fékk þessi óviðeigandi skilaboð og um leið þá fannst mér ég vera gagnslaus. Þar fékk ég ósæmilegt boð um að starfa í kynlífsbransanum,“ sagði Colombo.
,,Ég vil bara segja heiminum það að ég vil starfa í fótbolta, ég elska að dæma og geri það með mikilli ástríðu. Sýnið því virðingu.“