Eins óvænt og það hljómar er Manchester United mögulega að skoða það að fá til sín miðjumanninn Ross Barkley í sumar.
Þetta fullyrða ensk götublöð í dag en Sir Jim Ratcliffe eignaðist 27,7 prósent hlut í enska stórliðinu fyrir helgi.
Ratcliffe þekkir vel til Barkley en hann á einnig hlut í franska liðinu Nice þar sem Barkley spilaði um tíma.
Sagt er að Ratcliffe sé mikill aðdáandi Barkley sem er þrítugur og spilar í dag með Luton í efstu deild.
Englendingurinn hefur staðið sig virkilega vel á tímabilinu og gæti vel verið á förum annað í sumar.
Barkley á að baki leiki fyrir enska landsliðið sem og leiki fyrir Everton og Chelsea í efstu deild.