fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Dæmdur í sex ára fangelsi og má ekki snúa aftur heim: Fyrrum mótherji gæti tekið á móti honum – ,,Bara eins og hver annar fangi fyrir mér“

433
Laugardaginn 24. febrúar 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og frægt er þá er búið að dæma fyrrum knattspyrnustjörnuna Quincy Promes í sex ára fangelsi í Hollandi.

Promes spilar með Spartak Moskvu í Rússlandi og verður um leið handtekinn ef hann snýr aftur til heimalandsins.

Promes var ákærður fyrir að taka þátt í því að flytja inn rúmlega tonn af kókaíni á sínum tíma – hann er 32 ára gamall í dag.

Leonard Nienhuis þekkir aðeins til Promes en hann var markvörður í efstu deild Hollands er Promes lék í sömu deild.

Nienhuis lagði skóna á hilluna 33 ára gamall og er í dag fangelsisvörður í Veenhuizen þar sem Promes gæti endað á að sitja inni.

,,Ef Promes verður sendur til Veenhuizen þá er hann bara eins og hver annar fangi fyrir mér,“ sagði Nienhuis.

,,Hann þarf ekki að klæðast appelsínugulum klæðnaði eins og venjan er og við munum koma fram við hann á sanngjarnan hátt.“

,,Ég spilaði gegn honum er ég var hjá Cambuur 2012, hann var framherji Go Ahead Eagles – Erik ten Hag þjálfaði liðið á þeim tíma.“

,,Hvað sem gerist þá veit Promes að það verður ekki auðvelt að komast framhjá mér!“

Quincy Promes í leik með Ajax. Mynd/Getty

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klopp mætir aftur á Anfield

Klopp mætir aftur á Anfield
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og Víkingur með sigra – Jón Þór sá rautt

Besta deildin: Vestri og Víkingur með sigra – Jón Þór sá rautt
433Sport
Í gær

Sunderland aftur í úrvalsdeildina

Sunderland aftur í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Banna Neville frá því að mæta á völlinn á morgun

Banna Neville frá því að mæta á völlinn á morgun