Albert Guðmundsson lagði upp mark fyrir lið Genoa í kvöpld sem vann 2-0 sigur á Udinese í Serie A.
Albert er einn allra mikilvægasti leikmaður Genoa og lék að venju allan leikinn í sigrinum.
Genoa skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik en Albert lagði upp er 40 mínútur voru komnar á klukkuna.
Udinese fékk rautt spjald snemma í seinni hálfleik og ljóst að sigurinn yrði nokkuð þægilegur að lokum.
Genoa er í 12. sæti deildarinnar með 33 stig, 13 stigum frá fallsæti.