Grótta 0 – 5 Breiðablik
0-1 Kristinn Steindórsson
0-2 Kristinn Steindórsson
0-3 Dagur Örn Fjeldsted
0-4 Damir Muminovic
0-5 Arnór Gauti Jónsson
Breiðablik vann öruggan sigur í Lengjubikar karla í kvöld er liðið spilaði við Gróttu á Seltjarnarnesi.
Kristinn Steindórsson gerði tvennu í þessum leik en staðan var 2-0 fyrir Blikum í hálfleik.
Þeir grænklæddu bættu svo við þremur mörkum í seinni hálfleik og unnu sannfærandi 5-0 sigur.
Þetta var annar sigur Blika í riðlakeppninni en liðið vann Grindavík eftir tap gegn FH.