Florian Plettenberg sem er talinn einn áreiðanlegasti blaðamaðurinn í Þýskalandi heldur því fram að Xabi Alonso sé með þrjá kosti á borði sínu í sumar.
Einn af þeim er að halda áfram með Bayer Leverkusen og segir Plettenberg að það sé fyrsi kostur Alonso eins og staðan sé.
FC Bayern og Liverpool vilja bæði fá hann til að taka við í sumar en hann lék með báðum liðum á ferlinum.
Plettenberg segir að Alonso vilji frekar taka vð Bayern en Liverpool og það að taka við Liverpool sé þriðji kostur í huga Alonso í sumar.
Bayern er búið að reka Thomas Tuchel sem hættir í sumar og Jurgen Klopp hefur sagt upp störfum hjá Liverpool og hættir á sama tíma.
⚠️ More about Xabi Alonso, Bayern and Liverpool ⤵️pic.twitter.com/9YPxOoD2Dd
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) February 21, 2024