fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Verður mjög glaður en lofar að fagna ekki um helgina

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 19:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Ramos hefur lofað því að hann muni ekki fagna um helgina ef hann skorar gegn Real Madrid.

Ramos lék með Real í heil 16 ár en hann kom til félagsins 2005 frá Sevilla og samdi svo við Paris Saint-Germain 2021.

Eftir tvö tímabil í Frakklandi sneri Ramos aftur heim til Sevilla og hefur spilað 15 deildarleiki hingað til.

Þessi 37 ára gamli varnarmaður ætlar ekki að fagna ef hann skorar um helgina en viðurkennir að hann muni finna fyrir gleði þar sem hans lið þarf verulega á þremur stigum að halda.

,,Ég ber mikla virðingu fyrir stuðningsmönnum Real Madrid sem og félaginu,“ sagði Ramos.

,,Ef ég skora þá lofa ég að fagna ekki markinu en ef ég er það heppinn að ná að skora og við vinnum þá verð ég hæstánægður því þessi þrjú stig munu hjálpa okkur mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag