Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, er orðinn fullsaddur á öllum þeim sögusögnum sem hafa verið í gangi undanfarið.
De Jong þekkir það vel að vera á forsíðum blaðanna en 2022 var hann endalaust orðaður við Manchester United.
Í dag er De Jong enn eina ferðina orðaður við brottför frá Barcelona en hann segir að langflestar sögurnar séu algjört kjaftæði.
,,Ef ég á að vera hreinskilinn þá hefði ég verið ansi pirraður undanfarið,“ sagði De Jong á blaðamannafundi.
,,Ég er svo pirraður út í þessi blöð sem hætta ekki að skrifa um mig. Það eru margar sögur sagðar sem eru lygasögur.“
,,Ég get bara ekki skilið af hverju, þið eruð í því að búa til kjaftasögur og hvernig þið skammist ykkar ekki get ég ekki skilið.“