Forráðamenn Juventus á Ítalíu virðast ætla að vera framarlega í kapphlaupinu um Albert Guðmundsson, sóknarmann Genoa í sumar.
Nánast er hægt að fullyrða það að Albert fer frá Genoa í sumar en fjöldi liða vill kaupa hann.
Fiorentina vildi bjóða rúma 3 milljarða í Albert í janúar en Genoa vildi ekki selja kauða.
Nú ætlar Juventus að taka forystuna og hefur félagið ákveðið að bjóða Genoa Enzo Barrenchea í skiptum auk þess að borga á milli.
Enzo Barrenchea er 22 ára frá Argentínu. Í fréttum dagsins segir einnig að Valencia og Girona á Spáni hafi áhuga á að kaupa Albert í sumar.