fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433

ÍTF greiddi 300 milljónir til aðildarfélaga sinna – Segja mikinn kostnað hafa verið síðustu ár

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 11:30

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensk Toppfótbolta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalfundur Íslensks Toppfótbolta (ÍTF) sem fer með réttindi í tveimur efstu deildum karla og kvenna á Íslandsmótinu í fótbolta fór fram 14 .febrúar s.l.

Í uppgjöri ársins kemur fram að tekjur af réttindasölu ÍTF námu tæpum 360 milljónum króna á árinu og voru ríflega 300 milljónir greiddar beint til aðildarfélaga ÍTF. Heildartekjur samtakanna voru á árinu 2023 um 460 milljónir en verulegur kostnaður fylgir því að koma nýju vörumerki Bestu deildanna á framfæri og mun það taka nokkurn tíma og kosta vinnu og fjármuni, en með lengri tíma hagsmuni að leiðarljósi munu þeir fjármunir og sú vinna skila sér enn frekar þegar fram líða
stundir.

Hagnaður af starfsemi ÍTF á árinu 2023 var um 21 milljónir króna að teknu tilliti til fjármagnstekna og gengishagnaðar og gerir áætlun ársins 2024 ráð fyrir svipuðum hagnaði auk þess sem greiðslur til aðildarfélaga verða um 300 milljónir líkt og árið áður. Í lok samningstímabils núverandi réttindasamninga, þ.e. árið 2026, er einnig gert ráð fyrir að greiða aðildarfélögum hagnað samtakanna á tímabilinu.

Á aðalfundinum var kosið í þrjú sæti til stjórnar en 4 stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára á aðalfundinum 2023. Stjórn ÍTF skipa nú eftirfarandi aðilir:

Formaður: Orri Hlöðversson, Breiðablik
Varaformaður: Jón Rúnar Halldórsson, FH
Ritari: Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, Afturelding
Aðrir stjórnarmeðlimir:
Baldur Már Bragason, HK
Heimir Gunnlaugsson, Víkingur
Styrmir Þór Bragason, Valur
Samúel Samúelsson, Vestri

Starfsemi ÍTF hefur aukist verulega á undanförnum misserum og eins og fram kom í skýrslu stjórnar hefur ÍTF veitt aðildarfélögunum síaukna þjónustu. Má þar nefna fræðsluferð aðildarfélaganna til Danmerkur, útgáfu mánaðarlegs fréttabréfs, viðhorfskönnun Gallups á íslenskum fótbolta, stórbætta umgjörð í kringum útsendingar í Bestu deildum, leiki sem eru í beinni útsendingu á erlendri grundu, nýja stefnumótun ÍTF og fleira. Jafnframt eru á döfinni ýmis verkefni sem öll miða að því að bæta deildakeppnina, auka verðmæti og styðja við rekstrargrundvöll. aðildarfélaga með einum eða öðrum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Í gær

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann
433Sport
Í gær

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?