fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Hrósar vini sínum fyrir vel unnin störf – ,,Alveg sama hvað aðrir segja“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 18:18

Thierry Henry. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thierry Henry, goðsögn Arsenal og fyrrum leikmaður Barcelona, ræddi við vin sinn Xavi í gær eftir leik Barcelona við Napoli í Meistaradeildinni.

Um var að ræða leik sem fór fram á Ítalíu en honum lauk með 1-1 jafntefli og er Barcelona í fínum málum fyrir seinni leikinn.

Xavi gaf það út fyrr á árinu að hann væri að segja af sér sem þjálfari Barcelona eftir um þrjú ár í starfi og kom það mörgum á óvart.

Xavi hefur verið gagnrýndur vegna frammistöðu Barcelona á þessu tímabili en Henry hafði ekkert nema góða hluti að segja í leikslok.

,,Ég er hissa á hversu góðum árangri þú hefur náð, mér er alveg sama hvað aðrir segja,“ sagði Henry er hann ræddi við Xavi.

,,Þú vannst deildina með Barcelona, ég er stoltur, ég veit hver þú ert. Ég er stoltur af því að hafa spilað með þér, þú kenndir mér mikið.“

,,Eitt sinn sagðirðu við mig: ‘Þú getur talað þegar þú hefur unnið eitthvað með Barcelona og þá skilurðu hvaða þýðingu þetta félag hefur.’ – Ég vil þakka þér fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag