Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var í stuði eftir leik liðsins við Brentford sem vannst 1-0 um helgina.
Erling Haaland skoraði eina mark leiksins en hann svaraði fyrir sig eftir slæma frammistöðu gegn Chelsea um helgina.
Guardiola neitar að gagnrýna Haaland ef hann stendur sig ekki vel en hann fékk á sínum tíma góð ráð frá ‘gömlum vini.’
,,Þegar ég var ungur þá var ég ekki blaðamaður en gamall vinur sagði mér eitt sinn: ‘Markaskorarar í hæsta gæðaflokki skora mörg mörk, ekki gagnrýna þá, hann mun svara fyrir sig,‘ sagði Guardiola.
Eftir það þá var Guardiola spurður út í það af hverju hann hafi ekki reynt fyrir sér í blaðamennsku og var svar hans ansi gott.
,,Ég vildi aldrei gerast blaðamaður, ég lifi betra lífi en þú! Ekkert persónulegt en það er staðan.“