fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Guardiola við blaðamann: ,,Ég lifi betra lífi en þú“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 07:30

Getty Imags

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var í stuði eftir leik liðsins við Brentford sem vannst 1-0 um helgina.

Erling Haaland skoraði eina mark leiksins en hann svaraði fyrir sig eftir slæma frammistöðu gegn Chelsea um helgina.

Guardiola neitar að gagnrýna Haaland ef hann stendur sig ekki vel en hann fékk á sínum tíma góð ráð frá ‘gömlum vini.’

,,Þegar ég var ungur þá var ég ekki blaðamaður en gamall vinur sagði mér eitt sinn: ‘Markaskorarar í hæsta gæðaflokki skora mörg mörk, ekki gagnrýna þá, hann mun svara fyrir sig,‘ sagði Guardiola.

Eftir það þá var Guardiola spurður út í það af hverju hann hafi ekki reynt fyrir sér í blaðamennsku og var svar hans ansi gott.

,,Ég vildi aldrei gerast blaðamaður, ég lifi betra lífi en þú! Ekkert persónulegt en það er staðan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag