fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Hvað er að gerast hjá Nike? – Allar helstu stjörnurnar virðast á flótta frá fyrirtækinu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska blaðið Daily Mail spyr í dag hvað sé í gangi hjá stórfyrirtækinu, Nike. Ástæðan er sú að mikið magn af íþróttafólki er hætt að klæðast vörum fyrirtækisins.

Hefur þetta verið að gerast undanfarna mánuði en stærsta fréttin var þegar Tiger Woods, hætti samningi sínum við fyrirtækið.

Í desember greindi Nike frá því að fyrirtækið þyrfti að spara 2 billjónir dollara á næstu þremur árum, reksturinn væri orðinn erfiður og salan færi minnkandi.

Í heimi knattspyrnunnar hefur þetta verið áberandi og fjöldi leikmanna er hætt að klæðast skóm frá Nike.

Má þar nefna Casemiro, Harry Kane, Lisandro Martinez, Raheem Sterling, Jack Grealish og svo miklu fleiri.

Á sama tíma eru Adidas og Puma í mikilli sókn og semja við þessa leikmenn auk þess sem ný fyrirtæki reyna að nýta sér stöðuna.

Nike greindi frá því í síðustu viku að tvö prósent af starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp en það eru um 83 þúsund starfsmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag