Antonio Conte er gríðarlega spenntur fyrir því að taka við liði Bayern Munchen sem mun líklega leita að nýjum stjóra í sumar.
Thomas Tuchel hefur ekki heillað sem þjálfari liðsins en fær líklega að klára tímabilið.
Conte hefur verið án félags í dágóðan tíma en hann var síðast hjá Tottenham á Englandi.
Bayern er orðað við fjölmarga menn en ásamt Conte eru Ole Gunnar Solskjær og Zinedine Zidane nefndir til sögunnar.
Bild í Þýskalandi segir að það sé draumur Conte að fá að stýra Bayern en hann hefur áður gert flotta hluti með Chelsea, Juventus og Inter Milan.