Bæði Mohamed Salah og Alisson Becker eru klárir í slaginn þegar Liverpool heimsækir Brentford á morgun.
Salah meiddist á Afríkumótinu á dögunum en er klár í slaginn.
„Hann hefur æft af fullum krafti og er klár,“ segir Jurgen Klopp en leikurinn á morgun fer fram í hádginu.
Markvörðurinn, Alisson var veikur um síðustu helgi en mætir aftur í búrið um helgina.
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og sigur gegn Brentford á morgun myndi gera helling fyrir það.