Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefur skrifað undir nýjan samning við lið Breiðabliks í Bestu deild karla sem gildir út næsta sumar.
Þetta var staðfest í dag en um er að ræða uppalinn leikmann sem er í dag 38 ára gamall.
Það eru rúmlega 20 ár síðan Arnór lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik en hann stoppaði einnig stutt í atvinnumennsku í Noregi.
Arnór hefur spilað 12 landsleiki fyrir Ísland og tæplega 300 leiki fyrir Breiðablik.