Það er ljóst að Southampton mun spila við Liverpool í næstu umferð enska bikarsins eftir leik við Watford í kvöld.
Seikou Mara skoraði tvö mörk fyrir Southampton sem vann 3-0 sigur og komst örugglega áfram.
Næsti leikur liðsins verður erfiðari en liðið þarf að heimsækja Liverpool á Anfield.
Coventry og Sheffield Wednesday áttust einnig við en Coventry mætir Maidstone United í næstu umferð.
Maidstone kom öllum á óvart í síðustu umferð og lagði Ipswich af velli og fór áfram.