Met var sett þessa leikvikuna í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta varð ljóst eftir leik Brentford og Manchester City í gærkvöldi, þar sem Phil Foden fór á kostum.
Neal Maupay kom Brentford yfir í leiknum en Foden átti þar eftir að skora þrennu og tryggja City 1-3 sigur.
Þriðja mark hans var númer 45 í þessari leikviku, en það er meira en nokkru sinni fyrr.
Fyrir var metið 44 mörk í einni tíu leikja leikviku. Var það sett í september 2020 og jafnað í maí í fyrra.
Úrslitin fleyttu City upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 2 stigum á eftir Liverpool. Auk þess á City leik til góða.