Gísli Eyjólfsson hefur verið staðfestur sem nýr leikmaður Halmstad í Svíþjóð en hann kemur til félagsins frá Breiðabliki.
Um er að ræða 29 ára gamlan miðjumann sem hefur undanfarin ár verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar.
Það er stutt síðan Halmstad keypti annan Íslending eða Birni Snæ Ingason frá Val.
Gísli hefur áður spilað í Svíþjóð en hann stoppaði stutt hjá Mjallby á láni fyrir um fimm árum síðan.
Talið er að Gísli geri þriggja ára samning við Halmstad og er því samningsbundinn til 2027.