Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, viðurkennir að hann hafi gert mistökin í leiknum gegn Arsenal í gær.
Arsenal vann Liverpool 3-1 í ensku úrvalsdeildinni en annað mark Arsenal kom eftir ansi klaufalegan varnarleik gestanna.
Misskilningur var á milli Van Dijk og Alisson, markmanns Liverpool, sem kostaði mark – Gabriel Martinelli setti boltann í autt mark eftir langa sendingu.
,,Ég tek fulla ábyrgð á þessu. Þetta breytti leiknum algjörlega,“ sagði Van Dijk í samtali við Sky Sports.
,,Ég hefði átt að gera betur, ég hefði átt að taka betri ákvörðun og þetta særir, ekki bara mig heldur allt liðið.“
,,Við vorum á góðum stað í leiknum og vorum með stjórn á honum en stressið var farið að segja til sín.“