fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

„Þoli ekki þegar menn eru eitthvað rægir við að gefa það út að þeir vilji vinna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. febrúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodór Elmar Bjarnason, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður KR, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum, sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans.

Það virðast vera bjartari tímar framundan hjá KR og Elmar er stórhuga fyrir komandi leiktíð.

„Klúbburinn er ábyggilega með eitthvað langtímaplan og Gregg (Ryder nýr þjálfari KR) hefur talað um að hann vilji vinna eitthvað á hans þremur árum hér. Ég á tvö ár eftir og vil vinna eitthvað áður en ég hætti. Ég þoli ekki þegar menn eru eitthvað rægir við að gefa það út að þeir vilji vinna. Ég mæti öllum liðum á Íslandi með þá trú að ég geti unnið þau. Það er ekkert öðruvísi núna. Það þarf allt að ganga upp svo það takist og eins og er eru Víkingar með breiðari hóp en við og búnir að vinna lengur saman. En ég stefni á titilinn.“

video
play-sharp-fill

KR var í sjötta sæti í fyrra en hefur nú styrkt leikmannahópinn sinn með Aroni Sigurðarsyni og Alex Þór Haukssyni. Félagið ætlar sér að gera meira á markaðnum.

„Síðan ég kom heim erum við búnir að taka þriðja, fjórða og sjötta sæti. Sérstaklega sjötta sætið er ekki ásættanlegt í Vesturbænum og ekki ásættanlegt fyrir keppnismann eins og mig. Mér fannst það ömurlegt og var ekkert eðlilega pirraður í fyrra. Það er mjög ánægjulegt fyrir mig að það sé að birta til í Vesturbænum,“ sagði Elmar.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í kvöld þegar United og Tottenham berjast

Líklegt byrjunarlið í kvöld þegar United og Tottenham berjast
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þarf að fara í stóra aðgerð og verður frá í fleiri mánuði

Þarf að fara í stóra aðgerð og verður frá í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stórtíðindi frá Manchester

Stórtíðindi frá Manchester
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fjögur stórlið í samtali við Emi Martinez – Tvö á Englandi og tvö á Spáni

Fjögur stórlið í samtali við Emi Martinez – Tvö á Englandi og tvö á Spáni
Hide picture