Útlit er fyrir að starf Roy Hodgson hjá Crystal Palace sé í mikilli hættu samkvæmt enskum miðlum í kvöld.
Guardian fullyrðir það að Palace sé að íhuga að reka Hodgson sem er 76 ára gamall.
Gengi Palace undanfarið hefur verið ansi slæmt en liðið tapaði 4-1 gegn Brighton um helgina og á í hættu á að falla í næst efstu deild.
Hodgson þjálfaði Palace frá 2017 til 2021 með fínum árangri og tók svo aftur við á síðasta ári eftir stutt stopp hjá Watford.
Palace er aðeins fimm stigum frá fallsæti eftir 23 leiki og er stjórn félagsins sterklega að íhuga að láta þann reynslumikla fara.