fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Samúel urðar yfir Ísafjarðarbæ eftir ákvörðun þeirra í morgun – „Allt gert til að sjá til þess að það kosti vandræði“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. febrúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel Sigurjón Samúelsson, formaður knattspyrnudeildar Vestra á Ísafirði er verulega ósáttur með Ísafjarðarbæ og hvernig bærinn stendur að málum er varðar fótboltann í bænum.

Í fleiri ár hafa forráðamenn Vestra reynt að berjast fyrir betri aðstöðu en liðið er nú komið upp í efstu deild.

Lagður var æfingavöllur með gervigrasi í haust en hann hefur ekki nýst eins og vonir stóðu til um, vantað hefur að hreinsa völlinn til að meistaraflokkurinn og aðrir flokkar geti nýtt hann.

Í dag tók svo bærinn þá ákvörðun um að hætta samningi við Vestra um að félagið sjálft sæi um vallarmálin og umhirðu hans auk þrifa í félagsheimilinu þar sem búningsklefarnir eru.

Hafði Vestri séð um þetta í þrjú ár og segir Samúel í samtali við 433.is að það hafi genið vel og um miklu betur en þegar Ísafjarðarbær sá um málið, nú ætli bærinn að taka þetta aftur yfir og er Samúel ekki skemmt.

Samúel er harðorður í færslu sinni á Facebook. „Það er hreint með ólíkindum hvernig Ísafjarðarbær reynir markvisst að vinna gegn knattspyrnu hérna í bænum. Allar þær leiðir sem við kjósum og viljum vinna í satt og samlyndi með bænum eru skotnar niður,“ skrifar Samúel í færslu á Facebook.

Samúel er farin að hallast að því að þeir sem stjórna bænum myndu glaðir fagna því ef Vestri myndi hreinlega leggja niður knattspyrnudeildina.

„Kæmi mér ekki á óvart ef að Ísafjarðarbær myndi hreinlega óska eftir því að það verði ekki spilaður fótbolti hér í bæ. Það er hreinlega allt gert til að sjá til þess að það kosti vandræði og en meiri vinnu heldur en fyrir er. Takk kærlega fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar !.“

Samúel er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðun en hans ásamt öðrum hefur lagt mikið á sig til að koma Vestra upp í efstu deild sem hefur nú tekist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í kvöld þegar United og Tottenham berjast

Líklegt byrjunarlið í kvöld þegar United og Tottenham berjast
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þarf að fara í stóra aðgerð og verður frá í fleiri mánuði

Þarf að fara í stóra aðgerð og verður frá í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stórtíðindi frá Manchester

Stórtíðindi frá Manchester
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fjögur stórlið í samtali við Emi Martinez – Tvö á Englandi og tvö á Spáni

Fjögur stórlið í samtali við Emi Martinez – Tvö á Englandi og tvö á Spáni