Óttast er að Lisandro Martinez miðvörður Manchester United verði frá í fleiri mánuði vegna meiðsla á hné sem hann varð fyrir í gær.
Enskir miðlar velta því fyrir sér hvort Martinez sé með slitið krossband en hann fékk högg og snéri sig.
Miðvörðurinn frá Argentínu hefur í reynd verið mikið meiddur undanfarið og misst mikið.
Hann hafði spilað síðustu leiki og var ljóst að United hafði saknað hans.
„Ég get ekki sagt smáatriði en þetta lítur út fyrir að vera slæmt. Við bíðum eftir smáatriðum en við erum sorgmæddir yfir þessu. Við biðjum fyrir því að þetta sé ekki mjög slæmt,“ segir Erik ten Hag, stjóri United.