Það er mikið talað um framtíð sóknarmannsins Kylian Mbappe í dag en hann er leikmaður Paris Saint-Germain.
Mbappe verður samningslaus í sumar og er ekki líklegt að hann skrifi undir nýjan samning við PSG.
Real Madrid gerir sér miklar vonir um að fá Mbappe í sínar raðir í sumar en draumur hans er að spila á Santiago Bernabeu.
Real getur ekki boðið Mbappe sömu laun og PSG þar sem hann þénar 411 þúsund evrur á viku.
Spænska liðið býst við að Mbappe sé tilbúinn að taka á sig mikla launalækkun í Madrid en myndi leikmaðurinn á sama tíma fá 100 milljónir evra í undirskriftabónus.