fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

KSÍ skorar á félög að huga að kynjaskiptingu á ársþinginu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. febrúar 2024 16:00

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ársþingi KSÍ 2022 sem fram fór að Ásvöllum í Hafnarfirði voru konur 20% þingfulltrúa, og á þinginu á Ísafirði 2023 var hlutfallið 28%. Tvö ár í röð var því veruleg fjölgun kvenna sem voru þingfulltrúar og eiga aðildarfélög KSÍ hrós skilið fyrir það.

Í átaksverkefni KSÍ „Konur í fótbolta“ sem hófst fyrir tveimur árum kom fram að þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns, en þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Það er því sérstaklega ánægjulegt að sjá að kvenkyns þingfulltrúum á knattspyrnuþingum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin eftir árlega hvatningu frá forystu KSÍ til aðildarfélaga um að huga að kynjaskiptingu sinna fulltrúa á ársþingum.

Stjórn KSÍ hvetur því aðildarfélög til að huga áfram vel og vandlega að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum fyrir 78. ársþing KSÍ, sem fram fer þann 24. febrúar næstkomandi í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal, Reykjavík. Þetta skiptir verulegu máli fyrir knattspyrnuhreyfinguna okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning