Erling Haaland er ekki sá eini sem getur skorað um 50 mörk á tímabili fyrir Manchester City uað sögn fyrrum markmannsins Giovanni Galli.
Galli er mikill aðdáandi framherjans Dusan Vlahovic sem leikur með Juventus og hefur verið flottur á leiktíðinni.
Haaland hefur sjálfur raðað inn mörkum undanfarin tvö tímabil en Vlahovic gæti gert það sama ef hann fengi sénsinn í Manchester að sögn Galli.
,,Ég er nánast ástfanginn af Dusan, ég hef þekkt hann síðan hann var hjá Fiorentina og hann er framúrskarandi leikmaður,“ sagði Galli.
,,Hann er með allt sem þarf til að ná árangri. Hann er með metnaðinn, ástríðuna, líkamann og frábæran vinstri fót. Ekki nóg með það þá er hann frábær að skalla boltann.“
,,Ég væri til í að sjá hann hjá sóknarsinnaðra liði, ef hann væri hjá Manchester City þá myndi hann skora 50 mörk á hverju tímabili alveg eins og Erling Haaland.“