Það eru margir sem muna eftir knattspyrnumanninum Christian Atsu sem lék um skeið í ensku úrvalsdeildinni.
Atsu var leikmaður í Tyrklandi þann 6. febrúar 2023 en lést eftir risastóran jarðskjálfta þar í landi.
Atsu kom fyrst til Englands til Chelsea árið 2013 en spilaði einnig fyrir Everton, Bournemouth og Newcastle.
Eiginkona Atsu hefur nú tjáð sig um atvikið í fyrsta sinn en hún var skiljanlega í miklu áfalli eftir slysið.
,,Hann hringdi alltaf í börnin fyrir leiki, við höfðum talað saman og óskuðum honum til hamingju með markið í síðasta leik,“ sagði ekkja Atsu.
,,Þetta var eðlilegur dagur, hann átti að hringja á mánudaginn en allt í einu barst ekkert símtal.“
,,Ég var í áfalli eftir að hafa heyrt fréttirnar og hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið satt. Ég þurfti að ná í börnin úr skólanum, ég vildi ekki að þau myndu heyra þetta frá einhverjum öðrum.“